Ég heiti Guðbjörg er 28 ára gömul. Ég er fædd og uppalin á sveitabæ í Fnjóskadal. Ég flutti síðan 18 ára gömul til Akureyrar þar sem ég er enn búsett en langar nú að fara hugsa mig til hreyfings og flytja til Reykjavíkur. Draumurinn er að vinna við ferðalög og skipulag tengt þeim þar sem ég hef nú þegar ferðast um allan heim sjálf. Icelandair er því minn fyrsti kostur þar sem ég get veitt þeim sem eru að ferðast bestu mögulegu þjónustuna.